,,Þéttum byggð"

Ef ég væri í framboði til borgarstjórnar myndi ég skilyrðislaust setja þéttari byggð á oddinn. Borgir eiga að vera nógu þétt byggðar til að hægt sé að veita viðunandi þjónustu á skikkanlegu verði. Þá er ég að tala um almenningssamgöngur, samgöngumannvirki, sorphirðu, heilsugæslu og skólamál svo eitthvað sé nefnt. Langar vegalengdir draga úr þjónustu og hægja á henni.

En þar sem ég er ekki í framboði ætla ég að kjósa þann frambjóðanda sem talar upp í eyrun á mér í þessu tilliti. Tilviljun ræður kannski í hvaða flokki sá frambjóðandi er ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Verð að segja einlæglega að síðasti hlekkurinn inniheldur margan misskilninginn. Hér er dæmi:

"Það hefur síðan verið verkefni borgaryfirvalda, að minnsta kosti síðustu sextíu árin, að „þétta byggðina“"

Hið rétta er að þéttleiki byggðar á höfuðborgarsvæðinu hefur hrapað frá 1940.

1940 - 120 íbúar á hektara

1960 - 70 íbúar á hektara

1985 - 54 í búar á hektara

2013 - 35,5 íbúar á hektar

Fyrir áhugasama má benda á kort sem sýna þetta hér á blaðsíðu 12 http://ssh.is/images/stories/svaedisskipulag/fylgiskjol/GR-2013-12-UMA%20svaedisskipulag_svidsmyndir-lokayfirferd.pdf

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.5.2014 kl. 09:05

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þetta þrengir valið (djók, ég var hvort eð er ekki ginnkeypt).

Berglind Steinsdóttir, 7.5.2014 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband