Strætó

Ég skil ekki af hverju fólk talar svona lítið um strætó en ég er alveg farin að skilja af hverju það notar strætó lítið.

Rétt fyrir jól flutti vinkona mín með börnin sín á milli hverfa. Hún valdi sérstaklega búsetu með tilliti til þess að sonur hennar gæti tekið strætó síðasta árið sitt í grunnskóla til að klára hann með félögunum. Um áramót var leiðunum breytt þegjandi og hljóðalaust og allar götur síðan hefur hún þurft að keyra hann í skólann áður en hún mætir í vinnuna.

Maður þurfti að komast frá Hveragerði í höfuðborgina um páskana. Hann hélt að strætó gengi ekki á föstudaginn langa og páskadag en við sögðum að það gæti ekki verið, það væri til dæmis vegna ferðamanna ekki hægt að bjóða upp á enga þjónustu þessa daga. Það kom líka á daginn en af hverju eru notendur vagnanna í vafa? Af því að það er alltaf og eilíflega verið að hrókera með leiðir og tímasetningar út og suður.

Áðan sá ég á Facebook að önnur vinkona mín fór snemma á fætur til að keyra tvö barnanna sinna hverfa á milli.

Hafði hugsað mér að kúra svolítið á frídegi en nei enginn strætó keyrir. Tveir fjölskyldumeðlimir þurfa að komast leiðar sinnar. ... Hvaða borg býður upp á svona samgöngukerfi?  

Þetta sagði hún. Á straeto.is stendur að vísu: 

Framundan

7.4.2014 : Akstur á hátíðardögum 

Ekið er  Sumardaginn fyrsta 24apríl, 1 maí og Uppstigningardag. Alla þessa daga er ekið samkvæmt sunnudagsáætlun.
Það er með harmkvælum sem ég læt þessa beinu tilvitnun standa, svo mjög ganga villurnar á opinberum vef fram af mér.
 
En hvernig er þá sunnudagsáætlunin, t.d. fyrir leið 11?
 
Jú, fyrsta ferð er frá Hlemmi kl. 11:39.
 
HFF. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband