Flugvöllur og Sundabraut

Enn á ný heyrði ég í útvarpinu í dag talað um flugvöllinn sem öryggisventil sem mætti hvergi annars staðar vera en í Vatnsmýrinni.

Allar ákvarðanir eru skilyrtar einhverju. Ef heilbrigðisþjónustan flyst má flugvöllurinn væntanlega fara, t.d. á þann sama stað. Ef samgöngur verða góðar við nýja flugvallarstæðið má hann væntanlega fara því að þá er öryggissjónarmiðinu fullnægt. Ef þyrlupallur er ofan á sjúkrahúsinu má farþegaflug væntanlega flytjast annað.

Ástæðan fyrir lágreistri byggingu í kringum Austurvöll er sú að flugvélar fljúga lágflug yfir miðbæinn. Þessar lágu byggingar angra mig ekki en ef menn eru eitthvað að velta fyrir sér öryggissjónarmiði væri ekki úr vegi að hugsa um hættuna í hverju einasta flugi sem er flogið yfir þéttbýli.

Ég vil að flugvöllurinn fari og Sundabraut komi. Þetta er allt bara útfærsluatriði og þarf ekki að ógna öryggi manna meira en flugvöllurinn gerir á núverandi stað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband