Dagskrárgerð í útvarpinu mínu

Mér væri sama þótt ég sæi ekki sjónvarp. Ég er svo sem aðeins að færa í stílinn því að ég horfi oft á fréttir og svo ýmislegt annað, gjarnan þó með öðru auganu. Svo get ég látið eins og mér standi á sama um sjónvarpið sjálft þegar ég get horft á stöff í tölvunni.

En ég get ekki þóst geta verið án útvarps. Ég þekki orðið slangur af fólki sem hlustar ekki endilega á útvarp, hlustar á Spotify (sem er þá tónlist(arrás)), hlustar í mesta lagi á útvarp í bílnum eða í vinnunni eða bara jafnvel alls ekki. Og ég skil það ekki.

Ég geng eða hjóla mikið til að komast leiðar minnar. Þá munar öllu að vera með eitthvað í eyrunum. Ég man alveg þegar ekkert var í boði þannig að ég þekki muninn. Ég gæti ekki átt hund og farið með hann í reglulegar göngur án þess að hlusta oftast á eitthvað. (Ég veit, einhverjir nota tækifærið til að hugsa. Er ekki hægt að gera tvennt í einu?)

Og nú er búið að skemma fyrir mér Órangútan með nýja manninum. Ég ætla ekki að segja nafnið á honum en fyrir svona mánuði heyrði ég einhvern annan en Guðmund Pálsson tala og þessi nýi hafði svo óþægilega nærveru í útvarpinu að ég gat ekki hlustað. Og slökkti. Svo sætti ég lagi til að heyra kynninguna og þá skildi ég. Þetta er sami maðurinn og var með leiðinlegasta þátt í sjónvarpinu sem ég hef í háa herrans tíð reynt að horfa á.

Ég get skipt um stöð, mikil ósköp, og ég get líka hlustað á tónlist, talað við fólk eða þagað. Ég geri allt það. En ég trúi ekki fyrr en í fulla hnefana að þessi fjölmiðlamaður mælist vel fyrir. Ég er ekki svo spes að hann fari bara í taugarnar á mér ...

Huggun harmi gegn er að báðir uppáhaldsleikararnir mínir voru í sjónvarpinu um páskana, Tim Robbins og Clive Owen

Svo langt sem það nær, hehe. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband