Náttúrupassinn

Ég er skattgreiðandi. Ég er fyrrverandi leiðsögumaður. Ég er ferðalangur, bæði innan lands og utan. Ég borga. En ég er náttúrlega ekki pólitíkus og alls engin áhrifamanneskja í álögum, innheimtu, ráðstöfunum eða öðrum stjórntækjum.

Auðvitað munar mig ekki neitt um 500 kr. á ári. Mér væri meira að segja sama þótt ég þyrfti að kaupa og jafnvel bera á mér náttúrupassa í sjálfu sér. Það þarf að leggja og halda við stígum. Það þarf að útbúa og halda við grindverkum. Það þarf að þrífa klósett. Það þarf að kortleggja gönguleiðir. En þarna stendur einmitt hnífurinn í kúnni, ég hef ekki sannfærst um að peningurinn sem yrði aflað svona - með óhjákvæmilegri yfirbyggingu - færi í það sem hann ætti að gera, nefnilega uppbyggingu og viðhald. Ég held að mjög hátt hlutfall færi í eftirlit með passanum sjálfum. Mér dettur meira að segja í hug að þetta sé atvinnubótavinna fyrir einhvern sem er búið að munstra í að gefa út og fylgja náttúrupassanum eftir.

Getur þú sannfært mig um að ég hafi rangt fyrir mér?


Bloggfærslur 31. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband