Ég fyrirgef Villa naglbít allt

Ég horfði á Toppstöðina áðan í fyrsta skipti heima hjá mér á fimmtudagskvöldi. Það sætir tíðindum þar sem ég þekki vel til tveggja keppenda. Einar og Wappið og Vesen og vergangur skipta mig miklu máli og ég hefði ekki viljað missa af öllu sem gerðist, enda hef ég ekki gert það, þökk sé alls kyns tækni. Svava Dögg sem hefur sig lítið í frammi með Barnasafnið er svo náfrænka mín og ég veit að hún hefur mikla ástríðu fyrir öllu sem þroskar börn og skemmtir þeim.

Ég er sem sagt búin að horfa á alla þættina eftir á en núna fyrst fannst mér ég ná almennilegu samhengi. Þótt ég hafi á tilfinningunni að framleiðendur séu dálítið að búa til drama úr upphlaupi og fjarvistum er samt augljóst að þátttakendur hafa fengið mikla hjálp fagmanna og komist fyrir vikið talsvert áfram.

En Villi naglbítur er alltaf í uppáhaldi hjá mér og hann sannaði sína frábæru samskiptahæfni -- og gildi lyfturæðunnar í lokin. Hann má ALLT sem ég myndi líta á sem átroðning, frekju, uppivöðsluhátt og almenn leiðindi hjá öðrum.


Bloggfærslur 15. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband