Lögmæti smálána?

Í gær var umræða á þingi um lögmæti smálána. Já, smálán eru lögmæt sem í mínum augum þýðir að okurlánastarfsemi er lögleg. Flestir þingmenn virðast á því að það þurfi að stemma stigu við þessari starfsemi en enn er beðið eftir „niðurstöðu í dómsmáli sem smálánafyrirtæki hafa höfðað gegn Neytendastofu vegna dagsektarákvarðana“.

Ég held að þetta sé bara eitt af því fáa sem ég skil ekki. Af hverju eru vextir upp á 2.000–3.000% ekki ólöglegir?

Er það af því að „sveitarfélögin ... eru oft að greiða niður þessar skuldir“?


Bloggfærslur 1. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband