Lögmæti smálána?

Í gær var umræða á þingi um lögmæti smálána. Já, smálán eru lögmæt sem í mínum augum þýðir að okurlánastarfsemi er lögleg. Flestir þingmenn virðast á því að það þurfi að stemma stigu við þessari starfsemi en enn er beðið eftir „niðurstöðu í dómsmáli sem smálánafyrirtæki hafa höfðað gegn Neytendastofu vegna dagsektarákvarðana“.

Ég held að þetta sé bara eitt af því fáa sem ég skil ekki. Af hverju eru vextir upp á 2.000–3.000% ekki ólöglegir?

Er það af því að „sveitarfélögin ... eru oft að greiða niður þessar skuldir“?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þau eru ekkert ólögleg, heldir ekki bensínverð eða gjafakvóti og ógildaðar þjóðarkosningar og ekki heldur tvísköttun á ellilífeyrisþegum eða svikin kosningaloforð. Nei sveijattan, allt er þetta löglegt og fallegt og til sóma fyrir land og þjóð. Hitt er annað mál að.........

Eyjólfur Jónsson, 1.12.2015 kl. 19:11

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er ekki von til þess að þú skiljir þetta Berglind, því þingmenn og ráðherrar skilja þetta ekki heldur, eða þora ekki að skilja þetta. 

Lög eru samin af samkundu við Austurvöll og við sum berum ekki mikla virðingu fyrir.  Það virðinga leysi stafar af aumingja skap og heiguls hætti nú tíma þingmanna og ráðherra. Menn eru kosnir á þing til að hafa þor til að taka afstöðu, hjá seta er ábending um að viðkomandi þingmaður hafi ekki unnið vinnunna sína og því ætti ekki að kjósa hann aftur á þing.

Þess er krafist af okkur öllum, á hvaða undirstöðu sem við störfum, að skila verkinu hrat og örugglega.  En í stjórnsýslunni þar liggur ekkert á og hægt að klára málið senna, tildæmis eftir sumarfrí.

Það vekur furðu þegar mál eru að velkjast í dómskerfinu árum saman og það virðist sem dómurum og embættismönnum finnist það bara allt í lagi.  

En svo ég komi mér nú að því sem ég ætlaði að segja, þá segir okkur almenn skinsemi og mangæska að svona lánastarfsemi stenst enga skoðun.  Það er svo annað mál hvort Alþingi og Dómstólar nota skinsemi og gæsku við að finna sér niðurstöðu.    

Hrólfur Þ Hraundal, 6.12.2015 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband