Skaupið ... í rúminu

Við sum bætum stundum í gríni „í rúminu“ eða „in bed“ aftan við málshætti á páskum til að þykjast vera fyndin. Mér finnst við fyndin. Morgunstund gefur gull í mund ... Sjaldan launar kálfur ofeldið ... Margur verður af aurum api ... Hátt hreykir heimskur sér ... Dramb er falli næst ...

Fram eftir áramótaskaupinu í gær velti ég fyrir mér hvort það yrði meira og minna í rúminu. Svo fór ekki ...

Ég er greinilega einn af þessum leiðindapúkum sem fannst það dálítið ófyndið, aðallega langdregið. Af hverju var Landinn aftur og aftur? Ég næ því að hann á það til að vera hægur og þegar sauðfjárburðurinn var sýndur í beinni útsendingu (sem var ekki Landinn samt) gerðist ekki mikið á hverri mínútu eins og í hasarmyndum. Justin Bieber, dýrir hlaupagallar, Icehot1 - mér fannst fyndnast þegar þau þóttust svo hafa slökkt á tölvunni þegar þau voru búin að skrá sig á ævintýrasíðuna - og svo hljómaði lokalagið óþarflega líkt lokalagi annars skaups.

En greindar minnar vegna áskil ég mér rétt til að skipta um skoðun þegar ég horfi aftur eða heyri einhvern hlæja óskaplega að atriði sem mér fannst ófyndið í gær. 


Bloggfærslur 1. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband