Flugvallaróvinur

Ég vil að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Ég hef skrifað þetta líklega 20 sinnum og sagt það mun oftar. Mér væri það að meinalausu að hátæknispítali yrði byggður upp í Keflavík. Reyndar fyndist mér gáfulegt að dreifa álaginu af Landspítalanum, t.d. með því að byggja upp góða bráðamóttöku í Keflavík. Ég heyri áhugamenn um flugvöllinn og öryggi landsmanna tala um að sjúkrahúsin í kringum Reykjavík séu verkefnalaus þannig að ég held að ég eigi liðsmenn þar.

Færum innanlandsflugið til Keflavíkur, nýtum sjúkrahúsin á jaðri höfuðborgarsvæðisins betur og hættum að rífast um málið. Enginn sem er á móti flugvellinum þar sem honum var tildrað upp vanhugsað fyrir meira en hálfri öld er áhugalaus um öryggi sjúklinga eða slasaðra. Það er aldrei ástæðan, ekki frekar en okkur finnst fólkið á Eskifirði eða í Ólafsvík eiga að búa við minna öryggi en aðrir. Stundum er hvorki hægt að fljúga flugvél né þyrlu vegna veðurs - væri þá ekki betra að hafa öruggt lendingarsvæði nálægt öruggu sjúkrahúsi? Reykjavík er höfuðborgin en menn geta ekki í öðru orðinu viljað auka sjálfræði byggðanna og hinu hafa allt á sama stað.

Flytjum innanlandsflugið til Keflavíkur. Skipulega. Í skrefum. Án yfirgangs og hávaða.

 


Fúsi - mögnuð bíómynd

Horfði loksins á Fúsa í sarpinum. Þetta er algjörlega mögnuð mynd um mann sem brýtur stöðugt á, þ.e. hann er kletturinn sem brýtur á, og svo er líka stöðugt brotið á honum. Af því að hann er feitur og óframfærinn halda sumir að hann sé perri og allt er túlkað honum í óhag. Samt er hann ekkert nema viðkvæmnin og bóngæðin.

Fúsi kom mér þægilega á óvart.


Bloggfærslur 29. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband