50% atvinnuleysi?

Ég var að horfa á kosningaþátt Stöðvar 2, stórkostlegt sjónvarpsefni. Ein hugsun sem ég tek með mér inn í kvöldið er sú um fjórðu iðnbyltinguna. Ef störf úreldast vegna þess að tækninni fleygir fram -- hefur fleygt fram -- er þá ekki upplagt að vinnudagurinn verði fjórir tímar; vinnuvikan 20 tímar hvernig sem þeim er deilt á dagana? Hverjar eru grunnþarfirnar? Að hafa mat og til þess þurfum við framleiðslu. Að hafa húsnæði og til þess þurfum við alls kyns þekkingu, sem sagt kennara og menntun. Hvað annað? Samgöngur? Ég meina til að lifa af. Fjölmiðla og aðra afþreyingu? Tjah, nei, varla til að lifa af. Menningu? Til að sjá tilgang með lífinu. Grill?

Ef við þurfum fyrst og fremst mat, föt, þak yfir höfuðið og að losna við sorp, já, og farga því, þurfum við kannski bara að vinna að meðaltali 20 tíma á viku. Er það alveg skelfileg tilhugsun?

Ég hef mína framfærslu af prófarkalestri og kennslu. Ef stemning verður fyrir því á næstu 20 árum, sem ég efast um að ég upplifi sjálf, að hætta að varðveita tungumálið og láta slag standa verð ég að finna mér annan vettvang. En ef engin störf verða fyrir helming þjóðarinnar, verða þá engar tekjur heldur? Ef helmingurinn framleiðir nóg og kann nóg ...


Bloggfærslur 26. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband