Svörtusandar

Ég kom fljúgandi heim frá Orlando í morgun. Áður en ég fór úr vélinni í Orlando fyrir rúmri viku var ég búin að ákveða að horfa á Svörtusanda á leiðinni heim. Ég hefði sjálfsagt sofnað ef ég hefði lokað augunum en ég ákvað að hámhorfa á þessa þáttaröð sem ég held að ég gæti ekki séð annars staðar. Og þeim tíma var ágætlega varið þótt lopinn væri teygður dálítið vel á köflum. Ég sá fyrsta þáttinn þegar ég flaug út og var spennt að sjá fleira meinafræðilegt sem ég heyrði meinafræðing segja í fyrra að væri bara nokkuð sannfærandi.

Nema bara hvað, endirinn kom alveg smávegis á óvart (nei, ég kjafta engu) en sérstaklega var ég ánægð með að hann byrjaði í þriðja síðasta þætti. Mér finnst leiðinlegra þegar allar þræðir rakna í sundur á síðasta korterinu.

Nema bara hvað, leikararnir stóðu sig að mínu mati vel þótt Aníta (Aldís Amah Hamilton) væri fullvanstillt fyrir minn smekk. Ævar Þór Benediktsson (Gústi) kom stórkostlega á óvart, ég vissi ekki að hann léki hlutverk, heldur bara vísindamann. Þór Tulinius (Raggi) þótti mér stjarnan, ég trúði öllu alltaf sem hann sagði. Burt séð frá því öllu samt sýna meðfylgjandi myndir setningar sem ég hef lengi haft dálæti á (eða ekki), nefnilega hugmyndinni um hina góða konu.

Góð kona

Góða konan

Nema bara hvað, sá sem segir að kona sé góð, eða hafi verið þegar hún er látin, getur ekki hrósað konunni fyrir neitt annað en að vera góð sem er meinlausasta, hlutlausasta, leiðinlegasta og e.t.v. rangasta hrósið sem hægt er að gefa manni. Grínið hjá mér hefur sum sé löngum verið að á mínum legsteini eigi að standa: Berglind var ekki góð kona, þá í þeirri von að ég geti kallast gáfuð, skemmtileg, frumleg eða vinsæl. Ekki að ég sé að leggja ykkur línurnar ...

Nema bara hvað, ég sá síðustu 10 mínúturnar á síðasta korteri flugsins og var orðin hrædd um að ég næði ekki að horfa til enda. En ég náði því!

Góðar stundir.


Bloggfærslur 17. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband