Samfélagssáttmáli

Í gær las ég pistil Ylfu Mistar um þá áskorun sem það er að eiga barn og koma því til manns. Hún er móðir liðsstjóra ræðuliðs MÍ í MORFÍS (eins og má lesa um í pistlinum). Ég þekki til hennar í gegnum leikfélagið sem við vorum báðar í um tíma en soninn þekki ég ekki neitt.

Ég trúi hverju orði sem hún skrifar og hygg að mörgu foreldrinu hafi verið svipað innan brjósts á lífsleiðinni. Nú reynir á hvernig rætist úr í framtíðinni og ég er full bjartsýni eftir lestur pistilsins.

Áhyggjuefni mitt snýst núna miklu fremur að þeim samfélagssáttmála sem virðist ríkja um óæskilega hegðun. Ylfa var líka í fréttum um daginn þegar hún sagði frá þorrablóti í sveitinni þar sem einhleypu og fráskildu fólki væri meinaður aðgangur. Miðað við pistilinn mætti hún á eitthvert þorrablót þar sem orðræðan var fyrir neðan allar hellur (ég vísa enn í pistilinn sjálfan) og ég spyr mig: Af hverju líðst það?

Það er kannski ekki nema von að óharðnaðir unglingar telji sér heimilt og sjálfsagt að ganga um með á dónaskap á vörunum og í puttunum ef samfélagið samþykkir þá hegðun hjá fullorðnu fólki. Stúlkan sem veist var að gerði náttúrlega stórkostlega vel í að standa með sjálfri sér, kynsystrum, kynslóð og öllu fólki  og nú þurfum við öll að halda vöku okkar.

Við ráðum nefnilega orðræðunni sjálf, hvað við líðum og hvað ekki. Og þessi brandari á þorrablóti er fjandakornið ekki í lagi:

karlmannlegt að míga standandi þegar nóg sé til að kvenfólki til að þrífa upp eftir þá 

Ha?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband