Vesen og vergangur - til fyrirmyndar

Það er merkilegt hvað maður skrifar stundum lítið og jafnvel ekki neitt um fólk og fyrirbæri sem skipta mann miklu máli. Gönguhópurinn Vesen og vergangur (andheiti, markmiðið er að losna við vesen og vergang með því að leigja rútu til að fara mörg saman í gönguferðir A-B) hefur verið snar þáttur í félagslífi mínu og risastórt áhugamál í bráðum fjögur ár og ég held að ég hafi aldrei nefnt hann á blogginu. Hann er hins vegar umfangsmikill á Facebook-síðunni minni. En nú langar mig allt í einu að birta eina mynd sem ég tók í gær þegar við vorum að klára 15 km göngu úr Bláfjöllum yfir að Hlíðarvatni við Selvog.

IMG_0092

Þegar við komum niður á veginn sýndist okkur uppgufun stafa frá vatninu. Það reyndist hins vegar flugnager mikið og ég tók mynd af því þegar við vorum komin inn í rútuna og keyrðum inn í sveiminn. Auðvitað er gaman að horfa til fjalla og jökla, stöðuvatna og mosaþembna en það er líka svo gaman að láta koma sér á óvart og upplifa eitthvað glænýtt. Ég held að ekkert okkar hafi séð svona mikið mý í einu. Eymingjans flugurnar lifðu það ekki allar af að rútan keyrði inn í „þvöguna“.

Liðin lík

Að lokum er ástæða til að nefna að Einar Skúlason, forsprakki gönguhópsins, var að fá í hendurnar lausblaðabók með 20 leiðarlýsingum, kortum og örsögum og útgáfuhófið verður á fimmtudaginn í Cintamani-búðinni í Bankastræti kl. 17. Mér er nú líka málið skylt ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband