Kjarasamningur leiðsögumanna

Nú er ég spennt. Kjarasamningur var undirritaður í gær og verður kynntur á sunnudag. Mánaðarlaun leiðsögumanns í efsta flokki, sem sagt með mestu reynsluna, rétt losa 270.000 kr. og þá er samt ekkert atvinnuöryggi í boði, leiðsögumaður fer til læknis í eigin tíma og þarf að sækja sérstaklega um að fá greidd laun í veikindum. Og nú bíð ég spennt eftir kynningunni á samningnum sem var undirritaður eftir slímusetu með ríkissáttasemjara. Samt var bókað við gerð kjarasamningsins í fyrra að leiðsögumenn myndu ekki sætta sig við vísitöluhækkun að þessu sinni.

Og svo kemur í dag frétt af bágu launaumhverfi yngsta aldurshópsins í ferðaþjónustu. Engar tölur fylgja fréttinni þannig að ég get ekkert borið saman. Ferðaþjónustan er orðin að meginstoð í atvinnulífinu, á fjölsóttustu stöðunum verður ekki þverfótað fyrir aðkomumönnum - hjartanlega velkomnum - en fólkinu á gólfinu eru boðin smánarlaun.

Eða kannski verður hljóðið í mér annað eftir kynningarfundinn á sunnudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband