Hinn hæfasti

Já. Alltaf. Auðvitað á hæfasti einstaklingurinn að hljóta stöðuna hverju sinni. En hvað er lagt til grundvallar matinu? Það er stundum dálítið huglægt. Getur annars verið að karlar séu svona óskaplega oft hæfari/hæfasti einstaklingurinn? Á það við um ráðherra sem voru valdir alla 20. öldina?

Auðvitað ekki.

Fólk sem velur hæfasta einstaklinginn fer ekki bara eftir skýrum, hlutlægum kvörðum, það metur út frá smekk, skoðunum, þrýstingi – öllum andskotanum. Stundum er meira að segja gefið upp að „hæfasti einstaklingurinn“ þurfi að passa inn í hópinn sem er fyrir.

Hæfasti einstaklingurinn er ekki breyta sem er klöppuð í stein, hún er matskennd.

Ég hef enga skoðun á fólkinu sem sótti um í Hæstarétti enda ekki til þess bær að fella dóma í málinu. En ég veit hins vegar að það er villa í þessu orðasafni:

vegna karlægrar hugsunar 

Eða hvað? Er fólk kannski á því að karlæg og karllæg hugsun sé eitt og það sama?

foot-in-mouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband