Sögumaður Braga Ólafssonar

Ég vildi óska þess að einhver reyndi að segja mér, með rökum, að Sögumaður Braga Ólafssonar ætti erindi við mig. Ég hef lesið margar af bókum Braga og hann skrifar oft um lúsera, undirmálsmenn, fólk sem er erfitt að gefa rödd af því að það hefur ekkert að segja, ekkert fram að færa, en G. er verri. Hann hefur ekkert gert, ekkert farið, ekki lifað og er orðinn 35 ára. Hann veitir tilgangslausa eftirför manni sem hann á ekkert erindi við og það versta er að sögunni bara lýkur án nokkurra eiginlegra loka. Það er engin afhjúpun, enginn vendipunktur. Vonbrigði.

Af eldri bókum Braga er ég einkum hrifin af Samkvæmisleikjum. Þar var aldeilis aumingi á ferðinni en fantavel skrifuð saga um óskaplega viðkvæmt efni og ég fæ enn hroll þegar ég hugsa til endisins sem varpaði skjannabirtu á alla söguna sem maður var þá að klára.

Ef einhver varpar áhugaverðu ljósi á Sögumanninn er ég tilbúin að endurskoða afstöðu mína og reyna að sjá það ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband