Þegar næsti forseti hættir ...

... fer hann ekki á eftirlaun nema hann verði kominn á eftirlaunaaldur.

Árið 2009 var lögunum breytt með lögum nr. 12/2009

Sá sem kosinn var forseti fyrir árið 2009 heldur sömu réttindum og áður, sbr.

2. gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. skulu ákvæði laga nr. 141/2003 halda gildi sínu gagnvart hæstaréttardómurum sem skipaðir hafa verið í Hæstarétt fyrir gildistöku laga þessara sem og núverandi forseta Íslands.

... en þótt fertugur maður verði kosinn forseti í júní og hætti eftir fjögur ár, 44 ára að aldri, fer hann ekki sisona á eftirlaun og verður þar það sem eftir lifir ævi hans.

Ég vildi gjarnan að víðlesnari miðlar en bloggsíðan mín hefðu orð á þessu, t.d. fjölmiðlar. Ég þykist viss um að forseti sem hættir fái biðlaun í hálft ár og síðan fær hann eftirlaun þegar hann kemst á þann virðulega aldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband