Beinar tilvitnanir

Andri Snær og stuðningsmenn hans leigðu Þjóðleikhúsið fyrir fund. Ég get trúað eða ekki trúað að leigan sé bara venjuleg (ég trúi því) en ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég sá að blaðamaðurinn vitnaði í lög, hafði utan um þau gæsalappir og fór rangt með.

Þjóðleikhúsið er ríkisstofnun en um það er fjallað í leiklistarlögum. Þar segir meðal annars að „[þ]egar Þjóðleikhússbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfssemi samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfssemi.“

Í leiklistarlögunum stendur:

11. gr. Þegar Þjóðleikhúsbyggingin er ekki notuð til reglubundinnar starfsemi leikhússins samkvæmt þessum lögum má nota hana til annarrar menningarstarfsemi.

 

Ég veit að blaðamenn þurfa einlægt að hafa hraðar hendur en ég leyfi mér að efast um að það sé tímafrekara að fara rétt með en rangt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband