Ef ríkið bjargar

Ég hafði ekki einu sinni hugmyndaflug til að sjá fyrir mér að fyrirtæki gætu fengið fyrirgreiðslu og borgað sér arð. Góðir punktar hjá Jóhanni Páli:

Ef ráðist verður í björgunaraðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki á Íslandi er full ástæða til að gera kröfu um að ríkisaðstoð til fyrirtækja verði háð skýrum skilyrðum um samfélagslega ábyrgð, umfram þá sjálfsögðu kröfu að ekki verði farið í uppsagnir eða fyrirtækin blóðmjólkuð með arðgreiðslum og kaupum á eigin hlutabréfum. Ef við leyfum okkur að hugsa út fyrir rammann væri til dæmis hægt að krefja öll stærri fyrirtæki, sem vilja halda áfram að fá ríkisaðstoð meðan korónaröskunin gengur yfir, um að minnka kolefnisfótspor sitt varanlega, draga úr launamun innan vinnustaðar, loka skattaskjólsreikningum ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já einmitt, og taka svona einn og hálfan mánuð í að flækja málið í ráðuneytunum og útfæra allskonar bjánaleg skilyrði, setja upp sérstaka stofnun til að framfylgja þeim og svo framvegis ... og verða svo alveg hissa þegar búið er að reka starfsfólkið sem allt verður komið á atvinnuleysisbætur og mætt niður á Austurvöll og búið að hrekja stjórnvöld og Alþingi burt og gera Gunnar Smára að aðalritara.

Endilega bara!

Þorsteinn Siglaugsson, 19.3.2020 kl. 22:29

2 identicon

Ríkið er í mörgum tilfellum ekki að bjarga fyrirtækjunum. Fyrirtækin hafa möguleika á að lifa með hagræðingu. Þau hafa val um hvort þau taki á sig tap eða forðist tap með fjöldauppsögnum. Valið vefst ekki fyrir flestum. Og bjóði ríkið aðstoð til að koma í veg fyrir uppsagnir en setji ströng skilyrði þá hafna fyrirtækin aðstoðinni og segja starfsmönnum frekar upp. Tilgangur aðstoðarinnar missir marks.

Fyrirtæki sem ekki skila eigendum sínum arði eru léleg fjarfesting, rusl sem þarf að losa sig við, eiga ekki tilverurétt. Svo má benda á það að ríkisfyrirtækjunum er gert að skila rúmlega 14% arði. Stærstu útgerðirnar hafa skilað sínum eigendum allt að 5% arði. Tilveruréttur fyrirtækja byggir á því að betra sé að setja peninga í þau en í geymslu á vöxtum.

Vagn (IP-tala skráð) 20.3.2020 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband