Skatturinn, 3. þáttur

Ég fékk tiltal frá Skattinum af því að ég lagði saman tvo og tvo og fékk út þrjá. Skussaháttur hjá mér en óverjandi að Skatturinn skyldi ekki koma auga á svona augljósa villu fyrr en hálfu ári síðar. Og nú er hann búinn að taka sirka 20 mannklukkutíma, hálfa vinnuviku, í að senda mér bréf eftir bréf frá Vestmannaeyjum með tiltali á mörgum blaðsíðum um augljósa villu - en núna síðast án þess að láta þess getið í öllu orða- og talnafarganinu hvar ætti að leggja inn og hver gjalddaginn væri. Það er sko samt búið að leggja á mig aukaálögur og skussaháttarvexti.

Ég eyddi auðvitað einhverjum klukkutímum í að ráða gátuna - takk, Skattur! - og nú er ég að fara að borga skuldina til að fá ekki vöndinn á nakið handarbakið.

Ég hef aldrei þurft að eiga við Tryggingastofnun eða Útlendingastofnun en hef heyrt slæma hluti um þær stofnanir. Af hverju er ekki vilji hjá þjónustustofnunum til að vera skilvirkar og með snefil af þjónustulund? Ég fullyrði að það er EKKERT MÁL að vinna vinnuna sína. Það er ekki endilega við frontinn að sakast, kannski er vilji hjá yfirstjórn til að sýna stífni og eyðslusemi því að í mínu tilfelli hefði verið hægt að útkljá málið með einu símtali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband