Hús- og læknisráð

Ég sullaði feitum mat í peysu sem ég var í nýlega og eftir sat fitublettur. Ráðagóðar húsmæður bentu mér á að hella yfir einhverju fitulosandi og láta liggja um stund áður en ég setti hana aftur í þvottavél. Þetta svínvirkaði.

Nú auglýsi ég eftir læknisráði. Ég er með eyrnaverk (eins og ég ímynda mér að ungbörn fái). Hann er mjög þrálátur og hefur áhrif á allan kjálkann vinstra megin. Það er erfitt að borða sem ætti ekki að vera mikill skaði en það er samt óþægilegt. Tilkenningin er svolítið eins og sársaukafull hella sem ekki fer. Kannski er ég komin með vatnshaus af tíðum sunduferðum. Hefur einhver læknisráð við þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fitulosandi eins og hverju?  ég er einmitt með peysu heima með myndarlegum fitublett sem ég vil losna við...

því miður hef ég ekki ráð fyrir þig um eyrnaverkinn 

Elísabet (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 09:00

2 identicon

Ertu virkilega að auglýsa eftir læknisráði frá gestum og gangandi á síðunni þinni??!!  Þú sem ert boðberi þess að fólk taki ekki að sér störf án þess að hafa til þess tilheyrandi réttindi!!!  Farðu til læknis ;)

Knús og klemm frá Englandi

Erla (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 10:43

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ellamaja, bara með uppþvottalegi, snilldarráð sem ég á eftir að þurfa að nota oft og mörgum sinnum. Í gær setti ég ofan í sömu nýþvegnu peysuna grænan hlunk, hehe, sem skildi að vísu ekki eftir eins áberandi blett og hitt sullið.

Já, en Erla, ég er *sniff* að hugsa um að ef fólk hefur lent í þessu og verkurinn bara horfið eða það veit að hann kemur vegna tíðra sundferða má það alveg deila ... því húsráði að þreyja þorrann. Reyndar hefur verkurinn dvínað og eymslin minnkað. Kannski dugði að segja þetta ... en ég er samt að hugsa um að sleppa sundinu alla helgina til að athuga hvernig mér reiðir af. Og Erla, eru ekki síðbúnu myndirnar úr gæsuninni fínar? Þær eru lýsandi fyrir stemninguna.

Berglind Steinsdóttir, 3.8.2007 kl. 10:54

4 identicon

Ég segi bara það sama og þegar þú spurðir í gærkvöldi:  Farðu til læknis, stelpa!

Laufa drottning (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 12:09

5 identicon

ég prófa uppþvottalöginn...

Elísabet (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 12:50

6 identicon

Frábærar myndir Berglind mín.  Segi enn og aftur að það er greinilegt að ég hef misst af miklu! 

Erla (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 12:55

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég veit ekkert um eyrnarverk en ég ætla bara að vona að þegar flissið kemur til Vancouver þá takið þið með ykkur þessi fínu gleraugu og tennur!

Kristín M. Jóhannsdóttir, 3.8.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband