Ég vil búa í 102 Reykjavík

Seðlabankinn hjálpar mér með háum stýrivöxtum að stækka aurasjóðinn sem ég eignaðist þegar ég seldi íbúð og keypti ekki aðra. Þess vegna er ég viss um að ég muni hafa efni á að kaupa í Vatnsmýrinni þegar íbúðabyggingar verða risnar þar. Ég var að stúdera vinningsteikningarnar OG ÞAÐ ER EKKI GERT RÁÐ FYRIR SUNDLAUG. Mikill harmur er að mér kveðinn. Gert er ráð fyrir tveimur grunnskólum og einum framhaldsskóla - sem er gott - og mér sýnist m.a.s. vera tenging við miðbæinn sem einhverjir töluðu um að væri ekki næg.

Ég vil fá sundlaug í 102 Reykjavík. Það er áreiðanlega ekki of seint að koma þessu á framfæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband