Þetta er ígildi auglýsingar - neikvæðrar??

Þar sem ég er gefin fyrir ís - og nú er byrjað að hlýna - stökk ég á hugmyndina um nýjan sælgætisís frá Nóa-Síríus og kippti einum Pippís með í Bónus í gær. Hann kostaði (minnir mig) 339 kr., mögulega allt að 379 (ég finn ekki strimilinn).

Mér þótti hann bragðast of mikið eins og piparmynta.

Svo lá leið mín í hús í grennd við Nóatún í dag og ég ákvað að prófa annað bragð, Bananasprengjuís. Sama magn af honum kostaði 589 kr. (ég á enn strimilinn). Hugsanlega er hann dýrari í framleiðslu - annars er verðmunurinn aðeins of mikill milli verslana.

Ekki undir 50% verðmun. Huggun er að ísinn mæltist vel fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trompísinn er rosagóður.

Erla (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 17:24

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Enda verð ég að prófa hann fljótlega - í þessari blíðu!

Berglind Steinsdóttir, 20.2.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Drollaði ekki lengi, hann kostar 396 kr. í Krónunni. Ræræræ.

Berglind Steinsdóttir, 20.2.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband