Er þetta meðaltal?

Hingað til hefur venjulegur íbúðarkaupandi ekki getað tekið mikið mark á spádómum bankanna (sem þar að auki eru ekki óvilhallir). Og hvað þýðir svo þetta í fréttinni?

Meðalverðbreyting íbúða á árinu, miðað við síðasta ár, verður þó jákvæð vegna grunnáhrifa, en samkvæmt spánni mun íbúðaverð verða að meðaltali 4,5% hærra á þessu ári en í fyrra. Við reiknum með að íbúðaverð lækki á fyrri hluta næsta árs, en taki lítillega við sér á síðari hluta ársins, þannig að verðið verði svipað í ársbyrjun 2009 og við lok þess árs.

Meðalverðbreyting verður þó jákvæð??? Þýðir það að kaupendur stökkvi hæð sína í loft upp? Nei, ef þetta gengur eftir þýðir það að fyrstu-íbúðar-kaupendur ... geta enn ekki orðið það. Fólk sem hefur aldrei keypt íbúð getur áfram ekki keypt íbúð. Fyrir hvern er þessi frétt skrifuð?

Ég lýsi enn eftir almennilegri úttekt á fasteignamarkaðnum, frá fólki sem skilur rauntölur og verðbreytingar - og getur talað um þær á venjulegu mannamáli. Og ef verð lækkar um 3% - að meðaltali hlýtur að vera - hvernig er þá ástandið í Norðlingaholtinu? En miðbænum? Hvað segir samanburður við önnur lönd?

Þegar svona fréttir eru lesnar er enginn nokkru nær um nokkurn hlut.


mbl.is Spá 3% lækkun íbúðaverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð spurning hjá þér Berglind,

ég skal segja þér hvernig mín staða er....

Við erum 2 og ætluðum að kaupa okkar fyrstu íbúð... en það er ekki hægt... fyrir því er einföld ástæða

Bankarnir og Íbúðalánasjóður eru hættir að lána miðað við "markaðsvirði" og lána nú eingöngu fyrir 80-90% af BRUNABÓTAMATI + LÓÐAMATI!!!

Til dæmis ætluðum við að bjóða í íbúð sem kostaði 21milljón og er í hverfi 105

Brunabótamatið er 9 milljónir, lóðamatið er 1 milljón = 10 milljónir

Það þýðir að við hefðum fengið 10 milljónir * 0,9 = 9 milljónir

21 milljón - 9 milljónir = 12 milljónir

Við erum byrjuð að spara og ætlum að kaupa okkur íbúð árið 2041

Hörður (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:42

2 identicon

gleymdi að bæta við að áður en bankarnir komu til sögunnar þá lánaði íbúðalánasjóður bara 90% af brunabótamati, en þá voru íbúðir sem kosta 21 milljón í dag metnar á 10 milljónir eins og brunabótamat + lóðamat á þessari tilteknu eign sem ég og kærastan mín höfðum hug á að kaupa

fólk flýgur í gegnum greiðslumat, en það skiptir ekki máli.... ef þú ætlar ekki að kaupa nýja íbúð í Norðlingaholti eða Grafarholti þá er ekki hægt að kaupa

Hörður (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Bingó! Og þið eruð ekki ein á þessu rólinu. Vandamálið er að þótt bankarnir hafi hleypt öllu í uppnám eru það enn einstaklingar sem eiga íbúðirnar og sumir hafa borgað okurverð - en ekki allir. Sumir græða einfaldlega helming söluverðsins ef þeir hafa keypt á réttum tíma.

Svo er fyrirhugað afnám stimpilgjaldsins, við vitum bara ekki hvenær og ég veit ekki hvað það munar miklu. En það er skrambi mikið að bíða í 33 ár ... 

Berglind Steinsdóttir, 17.3.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband