Innherjaupplýsingar prófarkalesara

Fyrir nokkrum árum prófarkalas ég ársskýrslu símafyrirtækis. Nokkrum vikum síðar var ég beðin um að prófarkalesa ársskýrslu annars símafyrirtækis en þegar almannatenglinum varð ljóst að ég hefði lesið skýrslu hins fyrirtækisins var ég orðin að innherja og mátti ekki lesa síðari skýrsluna. Tek ég þó fram að báðar skýrslurnar voru á endanum til birtingar.

Einu sinni las ég líka ársreikning Búnaðarbankans. Þá var ég kyrrsett á auglýsingastofunni alla nóttina því að ekkert mátti mögulega leka út áður en hann yrði birtur.

Ég gæti ekki unnið mér til lífs að muna eitt einasta viðkvæmt atriði úr þessum lestri öllum.

Hvernig stendur á því að séð er til þess að smæstu peðin í taflinu steinhaldi kjafti en kóngarnir sjálfir leka öllum hagnýtu upplýsingum til sjálfra sín? Ef eitthvað er að marka fréttir vikunnar gerðu bankastjórar Glitnis áhlaup á bankann sinn á undan öðrum og létu sér þá í léttu rúmi liggja hversu sárir aðrir gengju frá (tafl)borði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband