Meira af Sunnudagsmorgni

Menntamálaráðherra er núna hjá Gísla Marteini. Ég hef heilmikla skoðun á málefnum framhaldsskólans en núna vil ég bara segja þetta:

Það ætti að stytta grunnskólann um eitt ár. Þegar ég kenndi í grunnskóla var að minnsta kosti mjög mikið um endurtekningar.  


,,... megi skipta sér ört milli kvenna"

Sunnudagsmorgunn Gísla Marteins er skemmtilegur þáttur en aldrei hef ég þó hlegið eins innilega og þegar Kolbrún Bergþórsdóttir talaði um George Clooney rétt í þessu sem hún telur fullkomnasta mann í heimi. Hann er nú kominn með nýja kærustu sem er gáfaður aktívisti, sagði Kolbrún, og hún samgleðst þeim báðum en eiginlega væri bara betra að svo góður maður skipti sér ört á milli kvenna.

Í einlægni hló ég hátt og dátt og lengi. Og auðvitað er ég sammála Kolbrúnu. 


Bloggfærslur 23. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband