Svefnvenjur unglinga

Í sjónvarpsfréttum í gær var vísað í rannsókn um svefnvenjur unglinga og talað við unglinga um svefnvenjur þeirra. Sum sögðust sofa of lítið og önnur virðast sem betur fer sofa nóg, en þau töluðu bara um nætursvefninn. Þeir unglingar sem ég þekki og eru í skóla eiga það til að sofna um miðjan daginn ... sisona.

Er það ekki algengt? Ég nenni ekki að gera rannsókn á því samt. 


... veitir ekki viðtöl

Einhverra hluta vegna fór framhjá mér viðtal við kennara Almars Atlasonar í vikunni en nú er ég búin að bæta úr því. Ég hugsa að við sem vorum áhugasöm um gjörninginn höfum mörg hver mátað okkur sjálf í þessar aðstæður og það hafi gefið verkinu persónulegt gildi fyrir hvern og einn áhugasaman. Ádeila á neysluhyggju? Könnun á eigin úthaldi? Berskjöldun? Skoðun á samfélagsmyndinni? Já, en djö sem ég er ánægð með að hann tjái sig ekki sjálfur. „Mitt er að yrkja, þitt er að skilja“ á sérlega vel við í dag.

Og mér verður enn hugsað til Duchamps sem setti venjulegan hlut í óvenjulegt umhverfi fyrir rétt tæpri öld.


Bloggfærslur 12. desember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband