... veitir ekki viðtöl

Einhverra hluta vegna fór framhjá mér viðtal við kennara Almars Atlasonar í vikunni en nú er ég búin að bæta úr því. Ég hugsa að við sem vorum áhugasöm um gjörninginn höfum mörg hver mátað okkur sjálf í þessar aðstæður og það hafi gefið verkinu persónulegt gildi fyrir hvern og einn áhugasaman. Ádeila á neysluhyggju? Könnun á eigin úthaldi? Berskjöldun? Skoðun á samfélagsmyndinni? Já, en djö sem ég er ánægð með að hann tjái sig ekki sjálfur. „Mitt er að yrkja, þitt er að skilja“ á sérlega vel við í dag.

Og mér verður enn hugsað til Duchamps sem setti venjulegan hlut í óvenjulegt umhverfi fyrir rétt tæpri öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessum gjörning Almars. Vonandi munu þó þau sár gróa um síðir.

List er eitthvað sem fólki á að finnast fallegt, eða það hefur verið minn skilniingur á list. Að vísu hef ég enga menntun á því sviði, styðst einungis við mitt eigið brjóstvit. Og ekki fann ég neitt fagurt við þennan gjörning.

Hinu hef ég svolítið velt fyrir mér, nú síðustu daga og eftir að mesta sjokkið var frá mér farið. Það er spurningin um hvernig landsmenn og listaelítan hefði tekið á því að kvennmaður hefði framið þennan gjörning. Ef kvennmaður hefði skriðið nakin inn í glerkassa, gengið þar örna sinna og rúnkað sér, allt í beinni útsendingu til heimsbyggðarinnar.

Hver hefðu viðbrögðin þá orðið?

Gunnar Heiðarsson, 12.12.2015 kl. 08:08

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nú, þarna sérðu að þessi gjörningur hreyfði við þér! Þú ert að velta fyrir þér allt öðru en ég. 

Ég heyrði einhvers staðar að YouTube hefði að minnsta kosti ekki leyft konu að striplast á vefnum í viku, sennilega ekki í klukkutíma. Var það ekki Jack Nicholson sem sagði að ekki mætti birta kvenmannsbrjóst í bandarískri bíómynd nema einhver væri að skera það af? Nekt er tabú en ofbeldi ekki. Merkilegt.

Ég er ekki listlærð en mér finnst að list eigi að vekja til umhugsunar. Málverk sem gæti verið ljósmynd er í mínum augum ágætt handverk en bætir engu við upplifunina.

Það er leitt að þú sért svona miður þín, Gunnar, en vonandi jafnarðu þig. Kannski gleður þig einhver listamaður um jólin.

Berglind Steinsdóttir, 12.12.2015 kl. 08:24

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissulega hreyfði þessi gjörningur við mér, kannski mest vegna þess að ég komst ekki upp með að láta hann framhjá mér fara. Fjölmiðlar sáu svo um að engum væri hlíft við "listinni", hvort sem menn hefðu list á að horfa eða ekki.

En er það list að hreifa við fólki? Er það tilgangur listar?

Fyrir minn smekk er nóg af öflum sem hafa þann tilgang að hreifa við fólki og má kannski nefna stjórnmálamenn þar efst á blaði. Stundum til góðs en oftast til hins verra. List á að vera mótvægi við það áreiti. List á að gleðja fólk. List á ekki að ofbjóða fólki.

Það er öruggt að einhver listamaður mun gleðja sál mína um jólin, sem aðra daga. Listin er útum allt, okkur til yndisauka.  

Hvort ég jafna mig á gjörningi Almars er svo annað mál. Að vísu vil ég ekki kenna honum um þann skaða, heldur þeim sem gerðu honum kleyft að fremja þennan gjörning og einnig fjölmiðlum sem voru svo "duglegir" við að koma gjörningnum til þjóðarinnar, svo "duglegir" að útilokað var að sleppa undan ósómanum!

Gunnar Heiðarsson, 12.12.2015 kl. 12:59

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nú ertu alveg búinn að sannfæra mig um réttmæti þessa gjörnings (ekki að ég hafi samt verið í vafa).

En að öðru, af hverju sýna fjölmiðlar ekki annarri list og öðrum listnemum áhuga frá degi til dags? Listaháskólinn er örugglega stöðugt að gera spennandi hluti sem maður nær ekki að fylgjast með. 

Berglind Steinsdóttir, 12.12.2015 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband