Tossabekkir á 7. og 8. áratugnum

Ég er ekki sérlega meyr týpa en það var stutt í tárin og grát og gnístran tanna þegar ég las viðtöl í gær við fyrrverandi nemendur í svokölluðum tossabekkjum í grunnskólunum á síðustu öld. Ég man eftir þessari „getuskiptingu“ og hef lengi staðið í þeirri meiningu að krökkum hafi verið raðað eftir lestrargetu í upphafi skólagöngu. Ég verð svo döpur þegar ég hugsa til þessarar mismununar, hvernig kerfið hefur eyðilagt líf fólks. Ég var ekkert meðvituð um þetta í Langholtsskóla á sínum tíma en þegar við hóuðum árganginum saman fyrir nokkrum árum kom á daginn að engin bekkjarmynd var til af svokölluðum tossabekk.

Nógu er slæmt þegar misvitrir krakkar koma illa fram við bekkjarsystkini sín, eða hvern sem er auðvitað, en það er óverjandi að kerfið standi sjálft fyrir mismunun og/eða einelti.

Djöss.


Bloggfærslur 31. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband