Pólitískur forseti

Ég er að hlusta á Ólaf Ragnar Grímsson, fráfarandi forseta, í drottningarviðtali á Sprengisandi. Mér finnst Páll Magnússon standa sig vel í þáttarstjórnuninni og eftirláta mér að undrast oflof forsetans um sjálfan sig og dylgjur í garð tveggja núverandi forsetaframbjóðenda sem hann vill ekki fylgja eftir.

Að öllu samanlögðu ofbauð mér þó mest þegar hann talaði um að hafa setið til borðs með „fyrrverandi samherjum sínum, fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórninni í landinu“ og gert annað en þau reiknuðu með -- af fyrrverandi samherja!

Drepið mig ekki á færi -- hann sannar heldur betur að við getum ekki kosið okkur mann með flokkspólitíska fortíð. Ef það litar ekki forsetann sjálfan litar það þá sem hafa flokkspólitískar væntingar til forsetans.


16. sætið?

Öll erum við spurð í hvaða sæti íslenska karlalandsliðið lendi á EM, ég líka. Þegar ég var spurð (bara einu sinni) svaraði ég að bragði: 16. sæti. Ég held að það sé sígilt svar þess sem hefur ekkert sett sig inn í umrædda íþrótt.

Nema hvað, nú er ég búin að átta mig á því að ef við komumst upp úr riðlinum, sem vel gæti gerst, erum við þegar búin að tryggja okkur 16. sætið. Ég er að hugsa um að endurskoða spána.


Bloggfærslur 19. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband