Pólitískur forseti

Ég er að hlusta á Ólaf Ragnar Grímsson, fráfarandi forseta, í drottningarviðtali á Sprengisandi. Mér finnst Páll Magnússon standa sig vel í þáttarstjórnuninni og eftirláta mér að undrast oflof forsetans um sjálfan sig og dylgjur í garð tveggja núverandi forsetaframbjóðenda sem hann vill ekki fylgja eftir.

Að öllu samanlögðu ofbauð mér þó mest þegar hann talaði um að hafa setið til borðs með „fyrrverandi samherjum sínum, fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórninni í landinu“ og gert annað en þau reiknuðu með -- af fyrrverandi samherja!

Drepið mig ekki á færi -- hann sannar heldur betur að við getum ekki kosið okkur mann með flokkspólitíska fortíð. Ef það litar ekki forsetann sjálfan litar það þá sem hafa flokkspólitískar væntingar til forsetans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt sem Ólafur sagði var hárrétt, sérstaklega þegar hann gekk gegn ríkisstjórn, embættismannakerfinu, sérfræðingum og erlendum álitsgjöfum í IceSlave-deilunni og bjargaði þar með þjóðinni úr klóm landsöluliðsins.

Ólafur var bezti forseti sem Íslendingar hafa haft, því að hann var ekki ópólítískt slytti. Þjóðin hefur ekkert að gera við forseta sem ekki getur staðið í lappirnar gegn misvitrum ríkisstjórnum. Mér hrýs hugur við að fá Guðna á Bessastaði.

Pétur D. (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 13:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með Pétri D.

Ertu ekki, Berglind, bara að reyna með þessu að standa vörð um þinn Icesave- og ESB-Guðna Th.? Hann var sannarlega bandamaður Steingríms og Jóhönnu í Icesave-málinu árin 2009-2011, og enn er hann opinn fyrir Evrópusambandinu, jafnvel að samþykkja umsókn naums meirihluta alþingismanna um inntöku landsins í það stórveldi án þess að bera það undir þjóðina.

Jón Valur Jensson, 19.6.2016 kl. 14:58

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þið talið eins og Ólafur sé guð ykkar og gallalaus, a.m.k. Pétur D. sem ég veit engin deili á. Ólafur hefur gert margar gloríur og það munu aðrir forsetar líka gera, hver sem verður forseti núna. Ég hef aldrei gert upp hug minn varðandi ESB enda aldrei haft forsendur til þess. Það á reyndar við um margt sem allar ríkisstjórnir hafa gert, við almenningur vitum oft of lítið um það sem veldur ákvörðununum.

Vissulega líst mér vel á að fá Guðna á Bessastaði en umfram allt vil ég mann, karl eða konu, sem er ekki í liði með sumum og þannig sjálfkrafa á móti öðrum kjörnum fulltrúum. Ég vil heldur ekki að þær væntingar séu undirliggjandi með réttu eða röngu.

Úr því að þið takið til máls á síðunni minni, viljið þið þá ekki líka tjá ykkur um það sem ég geri að umtalsefni, dylgjur fráfarandi forseta? Þær viðhafði hann bæði um Davíð og Guðna.

Berglind Steinsdóttir, 19.6.2016 kl. 21:10

4 identicon

Berglind:

Nei, enginn er fullkominn og heldur ekki forsetinn, enda er það ómögulegt fyrir nokkra manneskju að vera fullkomin, þar eð fólk gæti aldrei orðið sammála um hvað það innibæri. Ólafur gerði vissulega nokkur mistök fyrir hrun, þ.e. vegna oftrú á útrásinni, en hann var víst ekki einn um það.

Hins vegar bætti hann rækilega fyrir þau með ákvörðun sinni um að synja staðfestingu á Icesave svikasamningnum og leyfði þjóðinni í fyrsta skipti í lýðveldissögunni að hafa bein áhrif á gang mála. Sú ákvörðun var svo rétt og svo farsæl, að allt annað fyrirgefst honum. 

En áður en ég svara einhverju varðandi það sem þú spyrð um, viltu þá ekki tíunda það sem þú kallar dylgjur, bara svo að við séum á sömu síðu?

Ég vil taka það fram að bæði ég og vinkona mín hafa kosið, og það var hvorki Guðni né Davíð, sem fengu atkvæði okkar.

Pétur D. (IP-tala skráð) 20.6.2016 kl. 02:40

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ó, ég hélt að þú hefðir hlustað á þáttinn. Það fór ekki á milli mála að honum fannst Davíð hafa haldið illa á málum í heimastjórnarafmælinu 2004 og Guðni gert vítaverðar vitleysur þegar hann skrifaðir ævisögur Kristjáns Eldjárns og Gunnars Thoroddsens. Eða vildi að minnsta kosti að við skildum það þannig.

Berglind Steinsdóttir, 20.6.2016 kl. 07:55

6 identicon

Og það er sem sagt skoðun þín, að Davíð hafi ekki haldið illa á málum 2004 og að Guðni hafi ekki gert vítaverð mistök við ævisöguskrifin?

Pétur D. (IP-tala skráð) 20.6.2016 kl. 22:25

7 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mér finnst í raun ekki skipta máli hvað ég held eða veit (sem er bara það sem komið hefur fram í fjölmiðlum). Hann lét að þessu liggja en vildi svo láta gott heita og ætlar að taka þetta upp síðar.

Berglind Steinsdóttir, 21.6.2016 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband