Klíníkin

Ég hlustaði á Sprengisand í morgun og heyrði forsætisráðherra mæra einkarekna heilbrigðisþjónustu. „Mega menn sem vinna verkefni sem ríkið ræður ekki við ekki borga sér góð laun og jafnvel arð?“ Eitthvað á þessa leið féllu orðin.

Ég veit þess dæmi að viðskiptavinur í einkarekinni heilbrigðisþjónustu - sem borgaði fyrir hana - hrökklaðist þaðan á þjóðarsjúkrahúsið þar sem vandanum var mætt í alvöru. Ætli það sé eina dæmið?

Ef einkarekin heilbrigðisþjónusta á að toppa ríkisreknu heilbrigðisþjónustuna, rukka fyrir hana og borga sér góð laun verður hún að geta sinnt öllum þeim þáttum sem sú ríkisrekna gerir núna. Er það ekki eðlileg krafa?


Bloggfærslur 30. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband