Klíníkin

Ég hlustaði á Sprengisand í morgun og heyrði forsætisráðherra mæra einkarekna heilbrigðisþjónustu. „Mega menn sem vinna verkefni sem ríkið ræður ekki við ekki borga sér góð laun og jafnvel arð?“ Eitthvað á þessa leið féllu orðin.

Ég veit þess dæmi að viðskiptavinur í einkarekinni heilbrigðisþjónustu - sem borgaði fyrir hana - hrökklaðist þaðan á þjóðarsjúkrahúsið þar sem vandanum var mætt í alvöru. Ætli það sé eina dæmið?

Ef einkarekin heilbrigðisþjónusta á að toppa ríkisreknu heilbrigðisþjónustuna, rukka fyrir hana og borga sér góð laun verður hún að geta sinnt öllum þeim þáttum sem sú ríkisrekna gerir núna. Er það ekki eðlileg krafa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit um tvo einstaklinga sem fóru á einkarekna heilbrigðisþjónustu og fengu lækningu sinna meina. Svo fengu læknarnir arð. Ég veit líka um fólk sem sækir nær daglega í fyrirtæki sem eru að græða á hungri þess. Skömm þessara fyrirtækja er mikil, okra á hungruðum og greiða eigedum sínum arð. 

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 30.4.2017 kl. 23:43

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og þér fyndist þá væntanlega í góðu lagi að kúnnarnir í einkareknu búðinni borguðu fyrir matinn en færu svangir út og borðuðu í ríkisreknu búðinni á þinn kostnað. Ertu búinn að gleyma umræðunni um einkavæðingu gróðans og ríkisvæðingu tapsins?

Berglind Steinsdóttir, 1.5.2017 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband