Nýi bæjarstjórinn á Akureyri

Mér er sama hvaðan gott kemur en það leggst afskaplega vel í mig að Sigrún Björk Jakobsdóttir sé orðin bæjarstjóri Akureyrar. Hún var reyndar ekki orðin bæjarstjóri þegar hún tilkynnti um að ókeypis yrði í strætó og kannski er það ekki beinlínis hennar framkvæmd. Í mínum augum fær hún samt heiðurinn og ég hlakka til að fylgjast með frekari afrekum hennar.

Og enn spenntari verð ég þegar Reykjavíkurborg sýnir þann metnað að rukka ekki sérstaklega fyrir salíbununa með SVR. Sjáum til, við borgum útsvar - og ég sé ekki eftir mínu - og það er notað til að borga fyrir gatnagerð. Einkabílarnir sem eru keyrðir eftir götunum nýta sér það án þess að borga sérstaklega fyrir kílómetrann eða ferðina - nema að einhverju leyti í gegnum eldsneytið.

Hvað innheimtir sveitarfélagið með fargjöldunum? Einhver sagði 200 milljónir á ári. Hvað spörum við samfélagslega á því að nýta SVR (AVS?) betur en nú er gert? Ég er ekki í færum til að reikna það út en ef við tökum slit á götum, slit á farartækjum, færri umferðarmannvirki og færri slys inn í útreikningana verður okkur varla skotaskuld úr því að fá hagstæða útkomu.

Og hversu hátt hlutfall í tekjum borgarinnar eru 200 milljónir? Hvað kostaði vatnsskaðaslysið á varnarsvæðinu um daginn? Hvað kosta starfslokasamningar ýmissa? Hvað er borgin tilbúin að borga háar skaðabætur vegna spilakassanna?

Já neinei, reynum nú að skoða tölurnar í samhengi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigin tekjur strætó 2005 voru 776 milljónir skv.  úttekt á Strætó í október

is (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 19:31

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Augljóslega hef ég skriplað myndarlega á skötunni.

Annað sem er athyglisvert í þessari skýrslu er að upphæðin hefur lækkað í krónutölu frá árinu 2003 um tæpar 180 milljónir. Það bendir alltént til þess að æ færri noti þessa tegund almenningssamgangna.

Á bls. 16 sést síðan að bílaeign er 0,7 per íbúa sem styður væntanlega þá minningu mína að Þórólfur, fyrrverandi borgarstjóri, hafi einu sinni sagt að í Reykjavík væru fleiri bílar en bílpróf. Er það ekki alveg makalaust? Per íbúa hlýtur að vísa líka til þeirra sem ekki eru orðnir 17 ára og þar af leiðandi ekki komnir með bílpróf.

Berglind Steinsdóttir, 11.1.2007 kl. 21:35

3 identicon

HMMMMMMMM   við vorum búin að taka þessa umræðu og vorum bara nokk sammála um fella niður fargjöldin, ég tel í það minnsta að það muni spara okkur drjúgann skildinginn að gera það.

Egill (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 19:01

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Enda hef ég ekki skipt um skoðun á því. Það er ástæða til að bæta við að með færri einkabílum og betri nýtingu á stóru bílunum mengum við minna. Og ég vil enn bæta við að ef menn vilja ekki ákveða þetta til frambúðar nú þegar er ég til í þriggja ára tilraun.

Ég gæti sett hér inn tvær ítarlegar strætósögur sem ég heyrði í vikunni ... en þær eru einmitt svo ítarlegar ...

Berglind Steinsdóttir, 12.1.2007 kl. 20:33

5 identicon

Eigin tekjur strætó, 776 millj. já, en það eru væntanlega ekki bara fargjöld. Hve mikið af því eru t.d. auglýsingatekjur?

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband