Makríll í hvert mál

Í dag varð uppi fótur og fit þegar spurðist út að Færeyingar, Norðmenn og ESBingar (eða hvað?) hefðu samið um makrílveiðar í trássi við vilja Íslendinga. Hartnær allt sem ég hef heyrt hefur gengið út á sorg og sút yfir þessari ákvörðun, en ég spyr bara eins og sannur landkrabbi:

Er nokkur að ofveiða makríl?

Hann syndir í lögsögunni okkar, étur og þyngist. Má ekki halda áfram að veiða hann? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi ríkisstjórn hefur ekki verið þekkt fyrir samningsvilja við einn eða neinn ef vera skyldi við einræðisríkið Kína.

Ekki má semja við Evrópusambandið, ekki semja við stjórnarandstöðuna um eitt eða neitt og þannig má lengi telja.

Hvar þetta endar skal ekkert fullyrt en ekki blæs byrlega fyrir ríkisstjórninni. Öðru nær, hún hefur fengið hvert stórviðrið í fangið og er að missa allar áttir að takmarkinu.

Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2014 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband