FL samdi á föstudaginn

Kjaranefnd Félags leiðsögumanna skrifaði undir samning á föstudaginn. Hraustlegt í sjálfu sér. Ég er samt hætt í leiðsögn ef mér býðst ekki meira en 57 króna hækkun á tímakaupið, sem sagt úr 1512 í 1569. Kostnaðarliðir hækka um 14% og þar bætast ofan á dagvinnutímalaunin 58 krónur, samt fyrst og fremst til að mæta kostnaði við bóka- og fatakaup vegna vinnunnar.

Ég nenni ekki að reikna nákvæmlega hversu mikið 262.000 mánaðarkaupið hækkar ef leiðsögumaður vinnur heilan mánuð.

Eða jú, það hækkar upp í 272.000 krónur.

Og ferðaþjónustan er að auki stjórn- og stefnulaus, óskilvirk og náttúran fótumtroðin. Verstu minningar mínar úr starfi eru frá síðasta sumri þegar allt fór úrskeiðis í einni ferð sem ég var í – og það var ekki mér að kenna. Ég er alltaf að líta í eigin barm og velta fyrir mér hvar ég geti bætt mig en þarna var það ekki hægt. Kalt mat.

Þetta er þá kveðjustundin. Og ég er ekki einu sinni stúrin, svo langt gekk síðasta sumar fram af mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér, er ekki komin tími til að kynna fyrir fleirum í samfélaginu hversu fín launin eruhjá faglærðum leiðsögumönnum? Hvar eru þessi laun í landsskalanum? Stuðlar þau að því að útlærðir leiðsögumenn með reynslu haldi sig í starfinu? Ég held ekki.

Þórdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2014 kl. 17:24

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og ég er líka sammála þér! Margir menntaðir leiðsögumenn hafa farið úr stéttinni þegjandi og hljóðalaust af því að þeir hafa ekki efni á starfinu. Þar til viðbótar kemur mjög óreglulegur vinnutími fjarri heimili og fjölskyldu. En enn er ekki raunverulegur vilji til að breyta kjörunum og virðist litið á það sem náttúrulögmál að í ferðaþjónustunni séu fyrst og fremst láglaunastörf.

Berglind Steinsdóttir, 30.3.2014 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband