Smálán

Mikið óskaplega er ég ánægð með að umræða um smálán er enn einhver. Mér hefur gjörsamlega ofboðið að ekki sé gripið í taumana. Umræðan er svo sem ekki mikið taumhald ef aðgerðir fylgja ekki en greinilega þarf það fólk sem getur breytt þessu að fá stíft aðhald. Og þótt smálán annarra týnist í umræðum um veðurlægðir á miðju sumri er samt enn von meðan menn tala.

Ég var eitthvað að leita mér upplýsinga um stöðu mála í vetur og rakst á grein í DV en fann á réttum vettvangi ekkert óyggjandi um þetta sem ég lít á sem glæpsamlegt. En meðan lögunum er ekki breytt ...

Hvaða fórnarlömb eru líklegust til að falla fyrir skjótteknu láni? Mjög ungt fólk sem hefur ekki lært að fóta sig í fjármálum, fólk sem er mjög skuldsett og trúir að þetta sé leið út úr vandanum, fólk sem vill redda sér peningi NÚNA - allt fólk sem mun eiga erfitt með að standa í skilum.

Þetta held ég alltént og hef af því áhyggjur að fólk reisi sér hurðarás um öxl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fórnarlömb? Það er athyglisvert hve margt fólk gerist meðvirkt þegar annað fólk ákveður að rústa sínu lífi. Lántakendur og fíkniefnaneitendur eru hylltir sem ábyrgðarlaus fórnarlömb, hetjur sem lentu í samviskulausum lánastofnunum og dópsölum.

Skilaboðin til ungdómsins eru náttúrulega þau að taki þau lán eða eiturlyf þá sé það allt í lagi og ekki þeim að kenna ef illa fer. Þau verða ekki fyrirlitnir ræflar og aumingjar heldur virðuleg fórnarlömb. Og svo undrast fólk fjölgun dópista og gjaldþrota ungmenna.

Hábeinn (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 00:21

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég veit ekki hvaða fólk þú umgengst, enda þekki ég þig ekki, en ég verð ekki mikið vör við hyllingu dópista og skuldara. Mér finnst okurlán ekki í lagi og einhvers staðar vantar leiðbeiningar um þau. Eru það foreldrar sem klikka? Skólarnar? Löggjafinn?

Berglind Steinsdóttir, 2.7.2014 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband