30. júní 2014 > veðurspá

Lífið er svo persónulegt að árstíðir hljóta að vera það líka. Og veðrið. Ég veit að maí var hlýr mánuður í Reykjavík og gróður átti góðar stundir en mér fannst hvorki koma vor né sumar af því að ég var ekki í prófum og enginn alveg nálægt mér og annirnar í vinnunni óvenjulegar. Vor er ekki bara veður.

Nú er 30. júní, lengsti dagurinn liðinn og spáin víðast um land í dapurlegri kantinum. En mér finnst fólk fara fullfljótt á límingunum yfir spánni. Ég er að minnsta kosti hvínandi bjartsýn og held að veðrinu fari fram núna - enda tókum við rigninguna ógurlegu út í fyrra. 

Svo gilda spár fyrir stór svæði en veður hérna megin og hinum megin Hellisheiðar er aldeilis ekki það sama. Sumarið verður gott. 

Ég er sannfærð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband