Jafnaðarkaup - uppsteytur

Sumarið sem ég var 18 ára vann ég í verksmiðju í Reykjavík. Mér var greitt unglingakaup en þegar ég skoðaði samningana var slíkur taxti ekki til. Ég gerði athugasemd, talaði svo við verkalýðsfélagið og fékk leiðréttingu fyrir mig og nokkrar aðrar stelpur. Hins vegar var leiðréttingin ekki nema svo sem 70% og fyrirtækið náði að auki smávegis til baka með því að hlunnfara mig um orlof. Ég stóð mig vel við færibandið og yfirmenn höfðu ekkert við störf mín að athuga.

Ég hugsa þessu stönduga fyrirtæki enn þegjandi þörfina en nennti ekki frekar að eltast við aurinn, sótti ekki aftur um og hefði ekki verið ráðin. Hef síðan haldið betur vöku minni en vildi óska þess að fleiri gerðu eins og þessi stúlka hjá Lebowski.

Því miður veit ég vel af stofnun í nágrenni Reykjavíkur sem hefur í sínum röðum yfirmann sem segist reka starfsmenn án aðvörunar ef honum þóknast -- og kemst upp með það. Samtakamáttur launþega er lítill og menn óttast oft um sín aumu störf.

Til að taka af allan vafa bý ég við gott atlæti í núverandi starfi, ágæt kjör og gott traust. Allur aðbúnaður er til fyrirmyndar. Og það virkar í báðar áttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband