Fréttamat eftir helgina

Frávik er frétt.

Þegar þúsundir hegða sér vel, skemmta sér fallega og knúsast án vandræða er það frétt þegar einn er með ólæti. Þeim sem beittur er ofbeldi finnst hans hlutur kannski gerður minni en efni standa til ef ofbeldið telst ekki frétt. Ég veit það ekki, hef sjálf sloppið ósködduð frá öllum útihátíðum.

Þess vegna er ég ósammála þeim sem hringja í útvarpsstöðvarnar til að gagnrýna fréttamatið. Frávikið er frétt, ég fer ekki ofan af því. Hins vegar er fínt að vekja athygli á því að mikill meirihluti kann sig. Menn mega bara líka muna það sjálfir að flestir hegða sér til eftirbreytni. Það er gott.

Þegar við fáum góða þjónustu einhvers staðar erum við óduglegri að geta þess en þegar við fáum vonda þjónustu. Eigum við ekki að byrja á að breyta því og láta menn njóta þess sem vel er gert? Höldum við kannski að menn ofmetnist þá?

Ég get til dæmis sagt að mér finnst ylströndin í Nauthólsvík frábær. Ég get synt í ylvolgum sjónum, farið svo í funheitan pott og þvegið mér í sturtunni á eftir. Ég veit bara ekki alveg hverjum ég á að þakka. Borgarstjóra? Sjósundsfélagi Reykjavíkur? Og ég hlakka mikið til að taka þátt í Fossvogssundinu. Hins vegar er enn ekki komin dagsetning á Helgusundið sem mér finnst miður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband