10 bækur

Dalalíf - Guðrún frá Lundi

Ljósa - Kristín Steinsdóttir

Vefarinn mikli frá Kasmír - Halldór Laxness

Glæpur og refsing - Fjodor Dostóévskíj

Klakahöllin - Tarjei Vesaas

Lína langsokkur - Astrid Lindgren

Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð - Arto Paasilinna 

Dúfan - Patrick Süskind

Maðurinn er alltaf einn - Thor Vilhjálmsson

Hvunndagshetjan - Auður Haralds

Það hefur enginn skorað á mig að birta svona lista, hehe, en mig langaði allt í einu að sjá hvernig hann liti út. Ég skrifaði titlana upp eftir því hvernig þeir komu upp í hugann.

Dalalíf og Ljósu las ég fyrir þremur árum. Þær eru frá svipuðum tíma og eiga einhvern tíðaranda sameiginlegan, hrífandi bækur, afar mislangar. Ég hefði getað talið upp fleiri finnskar bækur, þær eru algjörlega eins og skrifaðar fyrir mig. Stríðsbækur eftir Sillanpää eru magnaðar. Vefarann og Glæpinn las ég hvora á eftir annarri þegar ég var nýbyrjuð í íslensku og gat varla litið upp úr þeim meðan ég las. Glæpur og refsing er mögnuð pæling í því hvort einhver getur refsað manni af meiri grimmd en manns eigin samviska. Hvunndagshetjan, ó, þvílík sæla að lesa um hið beitta vopn húmorinn. Klakahöllina las ég sem barn, skildi hana ekki til fulls en hún er stútfull af tilfinningum. Dúfan er líka full af pælingum um það ójafnvægi sem rúðustrikaður maður verður fyrir þegar líf hans fer lítillega úr skorðum.

Jamm, sterkar minningar sem fylgja öllum þessum bókum og fleiri til.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég gleymdi Dýragarðsbörnunum.

Berglind Steinsdóttir, 20.10.2014 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband