Philomena

Einhver var búinn að segja mér að Philomena væri góð mynd, man ekki hver og mundi heldur ekki að hún væri í sjónvarpinu í kvöld. En ég horfði og tek undir með þessum óþekkta aðdáanda. Ekki aðeins er söguefnið átakanlegt heldur er leikurinn svo góður að ég trúði í hvert skipti að þau væru að hugsa það sem þau sögðu. Og Philomena sjálf (Judi Dench) var svo skemmtilega þversagnakennd manneskja, fjandi guðrækin og tilbúin að fyrirgefa, uppfull af ástarsögunum (eins og hún upplifði sjálf sáralítið) og trúgjörn, m.a. á hið góða og saklausa í mannkindinni, en samt svo beitt meðfram að hún lét ekki ráðskast með sig. Og blaðamaðurinn brottrekni (Steve Coogan), réttsýnn og með sterka réttlætiskennd, samt maður málamiðlana og samstarfsfús. 

Eini augljósi gallinn var ferðalagið sjálft, hvernig það kom til, hver ætlaði að borga, allar breytingarnar og að þeim skyldi ekki strax, umsvifalaust og á nóinu detta í hug að leita uppi þá sem þekktu soninn þótt hann væri sjálfur burtkallaður.

Þessari kvöldstund var vel varið með Philomenu í ríkissjónvarpi allra landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband