... geta hvorki keypt né leigt

... heyrði ég í fréttunum áðan. Já, þróun launa og íbúðaverðs hefur sannarlega þróast í ólíkar áttir síðustu 20 árin. Nú gæti ég talað lengi um reynslu mína af að kaupa fyrstu íbúð, en þar sem enginn unglingur er á heimilinu að reyna að komast að heiman hef ég ekki alveg fylgst með þróuninni síðustu árin. Það er bara eitthvað stórkostlega skrýtið við það að hver einasti einstaklingur sem flytur að heiman þurfi að núllstilla og skuldsetja sig til endalausrar framtíðar.

Gæti sú staða komið upp að enginn hefði efni á íbúð og allar íbúðir stæðu auðar? Hmm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Já, þetta er þannig.  Jafnvel hér í eyjum er snúið að redda húsnæði á viðráðanlegu verði - enn hægt, en snúið.  Og þá á þessu verði: 200% árslaunum.

Eins og er, þá er staðan þannig að margar íbúðir standa auðar, vegna þess að enginn hefur efni á þeim.  Það var þannig 2007, ég var þar (í borg óttans), ég sá það.

Flestar eru (og voru þá) í eigu banka, grunar mig, og hef ég grun um að verðinu á þeim sé haldið háu, til að auka verð bankanna sjálfra.  (Kenning sem meikar sens í hausnum á mér.)

Ásgrímur Hartmannsson, 10.7.2015 kl. 21:39

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, og helv. kranarnir eru samt um allt. Eiga ekki að líða 30 ár á milli efnahagsáfalla? Ætlum við kannski að slá heimsmet í þessu líka? embarassed

Berglind Steinsdóttir, 10.7.2015 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband