Icesave búið?

Ég var að heiman um helgina, ekki alveg utan þjónustusvæðis en samt lítið að fylgjast með. Ég heyrði utan að mér að Hollendingar og Bretar væru búnir að gefa eftir allar kröfur og við laus allra mála. Í gær leitaði ég aðeins að prentuðu máli um þessi tíðindi og fann ekki.

Dreymdi mig?

Hvað hefði gerst ef við hefðum samið? En kannski gerðist ekkert af þessu ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hollendingar og Bretar fá allt borgað með vöxtum. Icesave verður borgað að fullu með fé innistæðutryggingasjóðs og þrotabúsins. Megnið hefur þegar verið borgað. Fréttin fyrir helgi var um að lokið var samningum um greiðsluna úr innistæðutryggingasjóði. Greiðslan úr innistæðutryggingasjóði verður lægri en þeir vildu og þrotabúið greiðir mismuninn. Þetta var svona ekkifrétt um úr hvaða vasa peningarnir kæmu.

$$Hvað hefði gerst ef við hefðum samið?$$..... Þar sem um eftirgjöf og greiðslufrest var að ræða hjá Bretum og Hollendingum þá hefðu stjórnir þeirra ríkja sennilega fellt samninginn eins og þeir gerðu við fyrsta samninginn. En ef ekki þá hefði verið minna að borga og á lengri tíma, kreppunni hefði lokið einhverjum árum fyrr og gjaldeyrishöftin hefðu ekki staðið nema nokkra mánuði. Við unnum móralskan sigur og stóðum á okkar. Gáfum ekkert eftir og viðurkenndum aldrei nein mistök eða ábyrgð. En fjárhagslega var það hið mesta klúður að þyggja ekki boð Hollendinga og Breta.

Gústi (IP-tala skráð) 21.9.2015 kl. 23:58

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Vá, takk. Ég heyrði reyndar í fréttum RÚV kl. 18 í dag að TIF (http://www.tryggingarsjodur.is/) hefði boðið allt sem í sjóðnum var (árið 2010?) en Hollendingar og Bretar ekki þegið það – sem þeir hefðu betur gert því að þeir riðu ekki feitari hesti frá viðureigninni núna. En ég sé að þú skildir alveg hvar mér fannst hnífurinn standa í kúnni.

Berglind Steinsdóttir, 22.9.2015 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband