Stormur í vatnsglasi

Ég er ekki innsti koppur í búri Ráðhússins og veit ekkert annað um tillögu borgarfulltrúans sem var samþykkt en það sem ég heyri í fjölmiðlum. Það var aukaborgarstjórnarfundur í dag til að ræða samþykktina og afturkall hennar sem endaði víst með því að samþykktin var tekin til baka.

Kannski má túlka afstöðu mína sem minnimáttarkennd. Ég kýs að kalla hana skynsemi. Ég trúi ekki að lítil höfuðborg með litla borgarstjórn sem hleypur á sig geti valdið svona miklum usla í heimsþorpinu. Við erum lítill fiskur í kompaníi við hákarla og þótt varirnar strjúkist við einn ugga getur ekki verið að hákarlinn kippi sér upp við það.

Hvað varðar tillöguna sem var samþykkt

Borgarstjórn samþykkir að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkurborgar að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir.

finnst mér hún algjört frumhlaup. Borgarstjórn markar ekki utanríkismálastefnu. Nú eru að sönnu nokkrir einstaklingar búnir að lýsa yfir andúð á hernámi en er í alvörunni svona erfitt og flókið að stíga eitt skref til baka?

Afsögn borgarstjóra? Ha?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband