Bjalla forseta

Ég hef fylgst með hinni æsispennandi rás 73 í kvöld, þar á meðal þegar þingmenn töluðu um að bjalla forseta þingsins truflaði hljóðgæðin. Já! Ítrekaður bjöllusláttur gerir það. En ég er með svarið. Forseti á að hafa leyfi til að rjúfa útsendingu og upptöku ræðunnar þegar tíminn er búinn. Þingmenn vita oftast nær hvað tímanum líður og eiga að virða rauða ljósið eins og við gerum í umferðinni. Mig grunar að þingmenn tali ekki óvart fram yfir tíma sinn, hvort sem hann er mínúta eða klukkutími.

Svo mætti hafa skjá í þingsal sem sýndi áhorfendum á pöllunum nafn þess sem talaði, málsheitið og tímann sem eftir lifði.

Getur ekki verið að í öðrum þingum sé meiri upplýsingar að hafa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband