... velur mann ársins

Vísir biður nú fólk að velja með sér mann ársins 2015. Ég er búin að velja Ástu Kristínu sem var ákærð um manndráp í vinnunni en sýknuð um daginn. Hún hafði ákæruna og mögulegan dóm, vegna manneklu í raun, yfir höfði sér í þrjú ár. Ómanneskjulegt, eins og það kemur mér fyrir sjónir. Ég valdi líka Sigrúnu sem synti yfir Ermarsundið í haust. Ekki aðeins var það mikil dáð heldur var hún svo dásamlega hreinskilin þegar hún kom í land eftir tæpan sólarhring. Ég fylgdist með fréttum með öðru auganu. Ég syndi í Nauthólsvík á sumrin og einstaka sinnum á veturna. Stefni loks á mitt fyrsta nýárssund um áramótin.

Það eru auðvitað margir kallaðir. Ég hefði ekkert á móti því að kjósa Sævar stjörnu sem hefur fært heilu kynslóðunum áhuga á stjörnufræði í gegnum útvarpið og sólmyrkvagleraugun. Alltaf áheyrilegur. 

Kári hefur óvænt tekið sér sérdeilis skýra stöðu með Landspítalanum og það er flott hjá honum. Björgunarsveitirnar eru mannvinir en dálítið andlitslaus hópur. Fólk á að sýna þeim stuðning með buddunni. Finnst mér.

Og þótt ég hafi fylgst með Almari þrauka í kassanum í upphafi desembermánaðar finnst mér hann langt frá því að vera maður ársins. Og ég er sannfærð um að hann er sammála mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband