Er öldrun sjúkdómur?

Kannski er svarið já þótt mér finnist það tæpast. En hvenær er maður gamall? Að lögum 67 ára á Íslandi. Hversu margt frískt og lífsglatt fólk þekkir maður sem er samkvæmt því orðið gamalt en er með tryggar tekjur? Margt. Þá er „öldrun“ hvorki sjúkdómur né fötlun. 

Mér leiðist þegar aldur og örorka er spyrt saman eins og gert hefur verið í fjárlagaumræðunni. Í mínum augum er það svo gjörólíkt. Mér finnst hins vegar að fólk sem er undir fátæktarmörkum, fólk sem getur ekki framfleytt sér, t.d. fólk sem hefur unnið slítandi láglaunavinnu alla fullorðinsævina, eigi að vera með örugga framfærslu. ENGINN á að þurfa að lepja dauðann úr skel eða hanga á horriminni.

Er kannski pólitískt rangt að tala um fólk undir hungurmörkum í stað merkimiðans „aldraðir og öryrkjar“?

pabbi í partíi (94)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband