Stóra klósettmálið

Fyrirsögnin er ekki kaldhæðni. Leiðsögumenn hafa talað um það í langan tíma, áratugi segja sumir, að það vanti fleiri klósett þar sem fólk fer um. Fólk hefur ýmsar grunnþarfir, eins og að borða, hvílast, vera hlýtt - og það að komast EKKI á klósett getur valdið vandræðum. Það hefur valdið fólki vandræðum og rænt það ánægjunni af að vera á ferð um fagrar slóðir.

Samkvæmt því sem ég les eru áningarstaðir Vegagerðarinnar 469 og klósett á 27 þeirra. Ég eftirlæt hverjum sem er að reikna út restina. Svo væri ekki leiðinlegt að hafa fleira til afþreyingar á áningarstöðunum.

Og nú er búið að mæla fyrir tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi. Vonandi veit það á eitthvað gott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband